Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 03. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrettán ára spilaði í bandarísku B-deildinni
Mynd: Sacramento Republic
Da'vian Kimbrough er orðinn yngsti fótboltamaðurinn til að spila atvinnumannafótbolta í Bandaríkjunum, eftir að hann kom inn á 87. mínútu í 2-0 sigri Sacramento Republic gegn Las Vegas Lights í nótt.

Kimbrough er aðeins 13 ára og sjö mánaða gamall og bætir met Axel Kei, sem var 13 ára og níu mánaða þegar hann fékk að spreyta sig með Real Monarchs í október 2021.

Sacramento er á toppi B-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem heitir USL, og ákvað þjálfarateymið að gefa Kimbrough tækifæri eftir frábæran árangur hans með unglingaliðum félagsins.

Kimbrough þykir gríðarlega mikið efni og var valinn í æfingahóp U16 ára landsliðs Mexíkó á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner