Da'vian Kimbrough er orðinn yngsti fótboltamaðurinn til að spila atvinnumannafótbolta í Bandaríkjunum, eftir að hann kom inn á 87. mínútu í 2-0 sigri Sacramento Republic gegn Las Vegas Lights í nótt.
Kimbrough er aðeins 13 ára og sjö mánaða gamall og bætir met Axel Kei, sem var 13 ára og níu mánaða þegar hann fékk að spreyta sig með Real Monarchs í október 2021.
Sacramento er á toppi B-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem heitir USL, og ákvað þjálfarateymið að gefa Kimbrough tækifæri eftir frábæran árangur hans með unglingaliðum félagsins.
Kimbrough þykir gríðarlega mikið efni og var valinn í æfingahóp U16 ára landsliðs Mexíkó á dögunum.
Historic. Da’vian Kimbrough makes his professional debut at 13 years, 7 months, 13 days with his hometown club. pic.twitter.com/SNjsxQPlA5
— x - Republic FC (@SacRepublicFC) October 2, 2023
Athugasemdir