Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 03. desember 2019 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta stigið í hús hjá Campbell og Hemma
Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson náðu í sitt fyrsta stig með Southend United í ensku C-deildinni í kvöld.

Campbell og Hermann tóku við Southend þann 22. október. Fyrir leikinn í kvöld hafði liðið tapað öllum leikjunum nema einum undir þeirra stjórn. Eini leikurinn sem tapaðist ekki var gegn Wimbledon í EFL Trophy, það var 3-1 sigur.

Í kvöld náði liðið loksins í sín fyrstu stig undir stjórn fyrrum Portsmouth varnarmannana.

Southend heimsótti Burton Albion og komst þar yfir með marki frá Stephen McLaughlin í fyrri hálfleik. Stuttu síðar missti Burton mann af velli með rautt spjald og Southend því í mjög góðum málum.

Gestirnir í Southend náðu hins vegar ekki að halda út einum fleiri. Scott Fraser jafnaði fyrir Burton á 49. mínútu og þar við sat. Tíu leikmenn Burton náðu að landa stiginu.

Southend er aðeins með sex stig eftir 19 leiki í næst neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner