Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd og Aston Villa í öðru sæti eftir fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Í gær var birt skemmtileg mynd sem sýnir hvernig enska úrvalsdeildin liti út ef hver leikur væri aðeins 45 mínútur í stað 90 mínútna.

Deildin væri talsvert jafnari en hún er núna, með talsvert meira af jafnteflum. Þá væri staðan allt öðruvísi og Liverpool aðeins með þriggja stiga forystu á toppnum, á undan Aston Villa og Manchester United.

Því miður fyrir síðastnefndu félögin eru þau með talsvert færri stig eftir 90 mínútur heldur en eftir 45. Í raunveruleikanum eru Rauðu djöflarnir um miðja deild, þremur stigum fyrir ofan nýliða Villa.

Manchester City væri í fjórða sæti fyrir leikhlé, með Chelsea, Tottenham og Everton í næstu sætum fyrir neðan. Leicester væri í níunda sæti og Arsenal í ellefta.

If all PL matches finished at half time this season from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner