Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 03. desember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex spenntur að fá áhorfendur á völlinn í kvöld
Rúnar Alex á æfingu hjá Arsenal.
Rúnar Alex á æfingu hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal, segist spenntur að sjá áhorfendur á Emirates leikvanginum þegar liðið mætir Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld.

Rúnar Alex byrjar væntanlega í marki Arsenal í kvöld en um verður að ræða fyrsta heimaleik liðsins síðan í mars þar sem áhorfendur verða á svæðinu. 2000 áhorfendur verða á leiknum í kvöld eftir að yfirvöld á Englandi heimiluðu það.

„Ég tel að þetta verði mikil breyting. Það er alltaf betra að hafa stuðningsmenn en ekki. Ég tel að þeir geti hjálpað okkur mikið að ná í úrslit og gefa okkur 5% auka þegar við þurfum að vinna leiki," sagði Rúnar Alex á fréttamannafundi í gær.

„Við sjáum á morgun (í dag) hversu mikil áhrif þetta hefur en ég tel að þetta hjálpi mikið."

„Það er ekki sama andrúmsloftið með eða án áhorfenda. Þú sérð það líka á úrslitunum. Það hafa aldrei verið fleiri útisigrar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það sýnir mikilvægi stuðningsmanna og ég vona að þeir hjálpi okkur annað kvöld (í kvöld)."


Sjá einnig:
Rúnar Alex var á fréttamannafundi Arsenal í dag
Rúnar Alex vill að læknar stýri því hvort leikmenn haldi leik áfram eftir höfuðmeiðsl
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner