Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 03. desember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnur Dóra áfram á Selfossi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnur Dóra Bergsdóttir skrifaði fyrr í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við lið Selfoss.

Unnur er tvítugur sóknarmaður sem uppalin er á Selfossi. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2016 og hefur alls leikið 70 leiki í deild og bikar. Í þeim hefur hún skorað sjö mörk.

„„Það er frábært að hafa Unni áfram hjá okkur. Hún er öflugur liðsmaður, komin með góða reynslu og er mikilvægur hlekkur í okkar leikmannahópi,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Unnur kom við sögu í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni á liðinni leiktíð. Selfoss endaði í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner