Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 14:51
Elvar Geir Magnússon
Donnarumma sá rautt en PSG vann samt
Kylian Mbappe skoraði.
Kylian Mbappe skoraði.
Mynd: EPA
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu 2-0 útisigur gegn Le Havre í dag þrátt fyrir að hafa leikið manni færri nánast allan leikinn.

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma óð út úr teignum og tók karatespark til að reyna að ná til boltans á 10. mínútu en hitti aðeins andstæðing og fékk réttilega rautt spjald.

Spænski varamarkvörðurinn Arnau Tenas fór í markið hjá PSG og hann hélt hreinu.

Kylian Mbappe kom PSG yfir á 23. mínútu og nokkrum mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Vitinha forystuna.

PSG er á toppi frönsku deildarinnar með 33 stig, fjórum stigum á undan Nice sem er í öðru sæti og sex stigum á undan Mónakó sem er í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner