Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 03. desember 2023 15:08
Elvar Geir Magnússon
Ósáttur við leikaraskap Nunez - „Spjaldaðu hann!“
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir stórskemmtilegur leikur Liverpool og Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er 2-2 og seinni hálfleikur að hefjast.

Stephen Warnock, fyrrum varnarmaður Liverpool, er sérfræðingur BBC yfir leiknum og sakar hann Darwin Nunez sóknarmann Liverpool um að vera með leikaraskap.

„Það hefur gerst nokkrum sinnum að Nunez hefur kastað sér í grasið og reynir að fiska brot. Spjaldaðu hann! Við þurfum að eyða þessu út úr leiknum," segir Warnock.

Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir með frábæru aukaspyrnumarki en Harry Wilson jafnaði gegn sínu fyrrum félagi. Liverpool náði forystunni aftur með fyrsta deildarmark Alexis Mac Allister fyrir félagið en aftur jafnaði Fulham, að þessu sinni með marki Kenny Tete.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner