Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   þri 03. desember 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Leitaði álits hjá stjóra Chelsea áður en hann tók við Leicester
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að Ruud van Nistelrooy hafi sett sig í samband við sig og leitað álits áður en hann samþykkti að taka við Leicester City.

Maresca stýrði Leicester upp úr Championship-deildinni á síðasta tímabili, áður en hann tók við Chelsea.

„Ruud er vinur minn. Hann hringdi í mig nokkrum dögum áður en hann tók við Leicester. Við ræddum málin og ég sagði honum að Leicester væri frábært félag með frábæru starfsfólki. Á endanum ákvað hann að taka þetta starf," segir Maresca.

Van Nistelrooy og Maresca eru fyrrum samherjar frá leikmannaferlum sínum en þeir spiluðu saman hjá Malaga á Spáni.

Leicester fær West Ham í heimsókn í kvöld, í fyrsta leik Ruud van Nistelrooy eftir að hann tók við stjórnartaumunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Everton 11 3 4 4 10 13 -3 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 3 5 12 14 -2 12
16 Burnley 11 3 2 6 12 19 -7 11
17 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
18 West Ham 11 2 2 7 10 21 -11 8
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner