Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   mán 02. desember 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Van Nistelrooy: Ekki síðra en hjá Real Madrid
Van Nistelrooy er byrjaður að gera breytingar hjá Leicester.
Van Nistelrooy er byrjaður að gera breytingar hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Mynd: Leicester City
Í dag var fyrsti fréttamannafundur Ruud van Nistelrooy sem stjóri Leicester. Hann stýrir liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var meðal áhorfenda þegar liðið fékk 4-1 skell gegn Brentford um helgina. Leicester er í sextánda sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.

„Ég er spenntur og stoltur af því að stýra Leicester City í ensku úrvalsdeildinni. Ég átti góðar viðræður við eigandann og stjórnarmenn. Við erum allir saman á blaðsíðu og spenntir fyrir því að vinna saman," segir Van Nistelrooy.

„Í gær hitti ég leikmenn, starfsteymið og alla hérna í fyrsta sinn. Ég fundaði með leikmönnum og við ræddum stöðu okkar, áskorunina framundan og hvað þarf að gera til að koma okkur úr þessari stöðu."

„Það er erfitt að gera miklar breytingar á tveimur dögum en við erum byrjaðir að gera breytingar. Breytingar á leikstíl, æfingum, strúktúrnum. Við viljum byggja aftur upp lið sem getur barist í þessari deild."

Rosaleg viðbrögð
Van Nistelrooy náði góðum úrslitum á meðan hann var bráðabirgðastjóri Manchester United og vann meðal annars Leicester tvisvar.

„Það var góður kafli. Hann var stuttur og fjörugur en ég var ánægður að geta hjálpað við að rétta skútuna við. Liðið er komið á betri veg og það er gaman að sjá. Vonandi get ég hjálpað Leicester á sama hátt," segir Van Nistelrooy sem fékk gríðarleg viðbrögð eftir gengi United undir hans stjórn.

„Ég var undrandi á öllum áhuganum sem ég fékk eftir þetta. Þetta voru bara fjórir leikir. Hjá PSV stýrði ég heilt tímabil og vann titla. Ég fékk alls ekki svona viðbrögð. Ég gat rætt við nokkra aðila núna og valið á milli."

Ekki síðra æfingasvæði en hjá Real Madrid
Leicester á nýtt og glæsilegt æfingasvæði og Van Nistelrooy er heillaður af þeirri aðstöðu sem er í boði.

„Það sögðu mér allir hversu góð aðstaðan er hérna. Maður þarf að sjá þetta með eigin augum til að trúa þessu. Fyrir ári síðan var ég í tíu daga með Carlo Ancelotti hjá Real Madrid. Aðstaðan er svipuð, það er bara annað merki! Þetta er frábært umhverfi fyrir leikmenn og unga leikmenn að þróast og verða betri."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
18 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner
banner