Igor Thiago skoraði þrennu í frábærum sigri Brentford gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Það vakti mikla athygli þegar Thiago fagnaði öðru markinu sínu og þriðja marki Brentford. Hann fagnaði upphaflega með liðsfélögunum en svo var markið skoðað aftur gaumgæfilega í VAR-herberginu.
Thiago var nálægt Beto, framherja Everton, þegar verið var að skera úr um lögmæti marksins. Þegar markið var dæmt gilt faðmaði Thiago andstæðing sinn í gleði sinni.
Beto brást ekki við, hann var máttlaus og leyfði Thiago að faðma sig og hefur þetta mál vakið upp ýmsar vangaveltur. Ekki er ljóst hvaða samband Thiago og Beto eiga en þeir hafa aldrei áður leikið í sama landi, Thiago er brasilískur og Beto portúgalskur svo þeir tala sama tungumál.
Igor Thiago celebrated with Beto after VAR confirmed his goal stood ???? pic.twitter.com/G6LOXqFJoN
— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 4, 2026
Athugasemdir




