Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mán 04. febrúar 2019 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellegrini og Noble ósáttir - „Áttum líklega skilið að vinna"
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, og Mark Noble, fyrirliði liðsins voru mjög ósáttir eftir 1-1 jafntefli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þeir telja að West Ham hafi átt sigurinn skilið í kvöld þar sem mark Liverpool hefði aldrei átt að standa.

„Við fengum mörk tækifæri til að vinna. Við gerðum jafntefli vegna þess að þeir skoruðu klárt rangstöðumark. Það síðasta sem gerðist í leiknum, Origi fékk gott færi. Það var líka rangstaða. Þetta voru stór mistök hjá aðstoðardómaranum," sagði Pellegrini við BBC eftir leikinn.

„Við vörðumst frábærlega og áttum líklega skilið að vinna í kvöld. Við hræddum þá, þú verður að gera það gegn bestu liðunum. Ég bara vonsvikinn að við skyldum ekki vinna. Þeirra mark var klárlega rangstaða. Við skoruðum eftir vel útfært fast leikatriði, en náðum því miður ekki að skora annað mark," sagði Noble.
Athugasemdir
banner
banner
banner