Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 04. febrúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Dyche fær alvöru áskorun í fyrsta leik sínum með Everton
Enski boltinn heldur áfram að rúlla um helgina og er nóg af skemmtilegum leikjum á dagskrá en allt byrjar þetta á leik Everton og Arsenal á Goodison Park.

Frank Lampard var rekinn úr starfi á dögunum eftir slakan árangur og tók kraftaverkamaðurinn Sean Dyche við búinu.

Hans fyrsti leikur verður gegn toppliði Arsenal á Goodison Park en tekst honum að framkvæma kraftaverk þar?

Manchester United tekur á móti Crystal Palace á Old Trafford en ekki er langt síðan liðin gerðu 1-1 jafntefli á Selhurst Park þar sem Michael Olise gerði jöfnunarmarkið úr aukaspyrnu undir lok leiks.

Liverpool, sem hefur verið í töluverði basli á leiktíðinni, heimsækir Wolves á meðan Brighton spilar við Bournemouth. Aston Villa spilar þá við Leicester og þá fer Southampton til Lundúna og spilar við Brentford.

Newcastle og West Ham mætast í lokaleik dagsins á St. James' Park klukkan 17:30.

Leikir dagsins:
12:30 Everton - Arsenal
15:00 Man Utd - Crystal Palace
15:00 Wolves - Liverpool
15:00 Brighton - Bournemouth
15:00 Aston Villa - Leicester
15:00 Brentford - Southampton
17:30 Newcastle - West Ham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner