Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. febrúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka í Vinicius Jr
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Paulista er kominn í tveggja leikja bann fyrir að sparka í landa sinn, Vinicius Jr, í 2-0 tapinu gegn Real Madrid á fimmtudag.

Paulista átti í fullu fangi með Vinicius í leiknum og var orðinn þreyttur á endalausum hlaupum hans á vinstri vængnum.

Hann fékk nóg á endanum og sparkaði Vinicius niður í einu hlaupinu og það nokkuð harkalega sem varð til þess að hann var rekinn af velli.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur kallað eftir því að Vinicius fái meiri vernd á vellinum en hann hefur ítrekað verið sparkaður niður í leikjum spænsku deildarinnar á þessari leiktíð.

Paulista hefur þá fengið tveggja leikja bann fyrir athæfi sitt og verður því ekki með gegn Girona og Athletic Bilbao.


Athugasemdir
banner
banner
banner