Al Ahly frá Egyptalandi vann 1-0 sigur gegn bandarísku MLS-meisturunum í Seattle Sounders á HM félagsliða sem fram fer í Marokkó.
Varamaðurinn Mohamed Afsha reyndist hetja Al Ahly en hann kom af bekknum og skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Sigurinn gerir það að verkum að Al Ahly mun mæta Evrópumeisturum Real Madrid í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Varamaðurinn Mohamed Afsha reyndist hetja Al Ahly en hann kom af bekknum og skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Sigurinn gerir það að verkum að Al Ahly mun mæta Evrópumeisturum Real Madrid í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Daginn áður, á þriðjudaginn, fer hinn undanúrslitaleikurinn fram. Al Hilal frá Sádi-Arabíu leikur þar gegn Flamengo frá Brasilíu.
Real Madrid og Flamengo fara beint í undanúrslit en Al Hilal vann Afríkumeistara Wydad Casablanca frá Marokkó í vítaspyrnukeppni í dag. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.
Úrslitaleikur keppninnar verður þann 11. febrúar.
Mohamed Afsha = @AlAhly's man of the moment ?? pic.twitter.com/cKGbLKSp9I
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 4, 2023
Athugasemdir