Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. febrúar 2023 22:40
Elvar Geir Magnússon
Klopp vildi ekki svara spurningum eins fréttamanns
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi ekki svara spurningum frá James Pearce, fréttamanni The Athletic, á fréttamannafundi eftir 3-0 tapið gegn Wolves í dag. Klopp er óánægður með skrif Pearce um félagið.

Pearce var að spyrja Klopp út í það hvort léleg byrjun Liverpool í leikjum væri hugarfarslegt vandamál þegar þýski stjórinn sagði:

„Það er mjög erfitt að tala við þig, ef ég á að vera 100% hreinskilinn þá vil ég ekki gera það. Þú veist af hverju, vegna alls þess sem þú hefur skrifað. Ef einhver annar vill koma með þessa spurningu þá skal ég svara henni," sagði Klopp.

Annar fréttamaður á fundinum greip þá boltann á lofti og spurði Klopp að nákvæmlega sömu spurningu. Hann svaraði henni þá skilmerkilega.

Pearce hefur sérhæft sig í að fjalla um málefni Liverpool í fjöldamörg ár. Áður en hann var ráðinn til The Athletic starfaði hann fyrir Liverpool Echo.

Liverpool hefur gengið illa á tímabilinu og er í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner