Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2020 12:29
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Pogba æfir aftur með liðinu í næstu viku
Það styttist í Paul Pogba.
Það styttist í Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Daniel James verður ekki með Manchester United gegn Derby í bikarnum á morgun. Hann er að glíma við meiðsli en það sama á við um Aaron Wan-Bissaka sem er tæpur fyrir leikinn.

Ole Gunnar Solskjær svaraði spurningum fréttamanna í morgun og var (eins og venjulega) spurður út í stöðuna á miðjumanninum Paul Pogba.

Pogba hefur verið að glíma við ökklameiðsli og í síðustu viku fór hann að vinna í endurhæfingu með sjúkraþjálfurum United á Carrington æfingasvæðinu.

Solskjær staðfestir að Pogba ætti að hefja æfingar með samherjum sínum í United í næstu viku.

„Paul er enn að vinn með sjúkraþjálfurunum og mun ekki æfa með liðinu fyrr en í næstu viku. Sjáum hvað þetta tekur langan tíma, hann þarf að fá tíma til að ná fótboltaformi aftur," segir Solskjær.

United mætir LASK Linz í Evrópudeildinni í næstu viku og svo Tottenham þann 15. mars. Þessir leikir koma væntanlega of snemma fyrir Pogba en möguleiki er á að hann geti verið í hópnum í seinni leiknum gegn LASK.
Athugasemdir
banner
banner