Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. mars 2020 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Leverkusen og Frankfurt í undanúrslit
Leverkusen verður á meðal liða í undanúrslitunum.
Leverkusen verður á meðal liða í undanúrslitunum.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen og Eintracht Frankfurt tryggðu sér farseðil í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Bayer Leverkusen mætti Union Berlín á heimavelli og þar kom Daninn Marcus Ingvartsen gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Union Berlín hélt forystunni alveg fram á 72. mínútu, en þá fór margt úrskeiðis. Christopher Lenz, leikmaður Union Berlín, fékk sitt annað gula spjald og stuttu síðar jafnaði Karim Bellarabi. Einum fleiri skoraði Leverkusen tvisvar undir lok leiksins og lokatölur 3-1.

Eintracht Frankfurt vann þá 2-0 sigur á Werder Bremen, sem er í fallhættu í þýsku úrvalsdeildinni. Andre Silva kom Frankfurt yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Daichi Kamada annað mark Frankfurt eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik.

Leverkusen og Frankfurt eru í undanúrslitum ásamt Bayern München og Saarbrücken. Síðastnefnda liðið er í D-deild og er fyrsta liðið úr þeirri deild sem kemst í undanúrslit þýska bikarsins.

Bayer 3 - 1 Union Berlin
0-1 Marcus Ingvartsen ('39 )
1-1 Karim Bellarabi ('72 )
2-1 Charles Aranguiz ('86 )
3-1 Moussa Diaby ('90 )
Rautt spjald: Christopher Lenz, Union Berlin ('71)

Eintracht Frankfurt 2 - 0 Werder
1-0 Andre Silva ('45 , víti)
2-0 Daichi Kamada ('60 )
Rautt spjald: Filip Kostic, Eintracht Frankfurt ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner