Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fim 04. mars 2021 11:40
Elvar Geir Magnússon
Wilder: Ég sé um að drekka alla bjórana
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, sagði við leikmenn sína í gær að hann myndi sjá um að fagna sigrinum sem liðið vann gegn Aston Villa.

„Ég sagði leikmönnum að ég myndi fagna fyrir þá því það er annar mikilvægur leikur á laugardaginn. Allir bjórarnir sem þeir hefðu drukkið í kvöld, ég skal sjá um að drekka þá í staðinn," sagði Wilder eftir leikinn.

Wilder finnst fátt betra en að fá sér nokkra kalda og er eini stjóri ensku úrvalsdeildarinnar sem tekur strætó. Hann tekur strætó á hverfisbarinn sinn.



Tímabilið hefur verið gríðarlega erfitt fyrir Sheffield United sem er í neðsta sæti með 14 stig, tólf stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn í gær. Liðið mætir Southampton á laugardag.

„Það hefur alltaf verið karakter í mínu liði, það er auðvelt að gagnrýna liðið þegar úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur. Varnarleikurinn hefur oft verið slakur en hann var góður í þessum leik," sagði Wilder eftir 1-0 sigur Sheffield United gegn Villa.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man Utd 11 6 2 3 18 16 +2 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Tottenham 11 5 2 4 17 9 +8 17
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner