Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. apríl 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cresswell: Skal viðurkenna að ég er alveg skíthræddur
Aaron Cresswell.
Aaron Cresswell.
Mynd: Getty Images
Aaron Cresswell, bakvörður West Ham, segist vera mjög hræddur fyrir hönd kornungrar dóttur sinnar vegna kórónuveirufaraldursins sem herjar nú á heimsbyggðinni.

Enska úrvalsdeildin var stöðvuð vegna veirunnar og átti hún að snúa aftur 30. apríl, en þeirri dagsetningu hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma.

UEFA sagði í vikunni að vetrardeildir Evrópu ættu að vera búnar snemma í ágúst og það setur pressu á deildirnar að hefjast sem fyrst.

Cresswell er í viðtali við heimasíðu West Ham, þar sem hann segir: „Ég held að enginn hafi áttað sig á því til að byrja með hversu slæmt þetta yrði."

„Það þurfti að stöðva fótbolta og hér erum við fjórum vikum síðar. Fótbolta hefur verið frestað, en það mikilvægasta er heilsa allra og vellíðan. Fótbolti getur beðið. Svo einfalt er það. Ég á fimm vikna gamla dóttur, og ég skal vera hreinskilinn með það að ég er skíthræddur."

„Umræðan hefur verið mikil um það hvenær fótboltinn á að snúa aftur og hversu fljótt það á að gerast. Aðaláherslan á samt að vera á heilsu fólks og að vera innandyra. Heildarmyndin er stærri en fótboltaleikur," segir Cresswell.

Félög eru í hættu á að tapa 750 milljónum punda vegna sjónvarpsútsendinga ef deildin heldur ekki áfram. Eitt af því sem er í umræðunni er að spila leiki fyrir luktum dyrum, án áhorfenda. Cresswell er ekki hrifinn af þeirri hugmynd.

„Ég vona að virðingin sé sú sama fyrir fótboltamönnum og almenningi, og að við verðum ekki beðnir um að spila til að skemmta í sjónvarpi," segir Cresswell.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner