Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. apríl 2020 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool notar úrræði stjórnvalda - „Líður ekki eins og fjölskyldumeðlimi"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda starfsfólk sitt í tímabundið leyfi og nýta sér úrræði stjórnvalda sem segir til um að ríkið borgi 80 prósent af launum starfsfólksins, upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt, og að félagið borgi þá hin 20 prósentin.

Liverpool segir að starfsfólk muni fá laun sín greidd að fullu og segist félagið með þessu vera að reyna að tryggja að starfsfólkið haldi störfum sínum í þessari krísu sem nú er í gangi.

Enska úrvalsdeildin er ekki í gangi vegna kórónuveirunnar og hefur það fjárhagsleg áhrif á félög deildarinnar.

Önnur félög hafa eins og Bournemouth, Newcastle, Norwich og Tottenham hafa nýtt sér úrræðið og hefur það verið gagnrýnt, sérstaklega í ljósi þess að leikmenn hafa ekki enn formlega tekið á sig launalækkun.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og leikmannasamtakana munu ræða saman í dag um mögulega launalækkun leikmanna.

Þaulreyndi blaðamaðurinn Henry Winter gagnrýnir Liverpool á Twitter og segir að eins ríkt félag eigi ekki að vera að nýta sér slíkt úrræði. Hann skrifar: „Bjóst við meiru frá Liverpool. Þetta úrræði var sett af stað til að hjálpa smærri og viðkvæmari fyrirtækjum í þessum stormi, ekki gefa ríkum knattspyrnufélögum peninga skattgreiðenda."

Líður ekki eins og fjölskyldumeðlimi
BBC ræddi við starfsmann Liverpool sem vildi ekki koma fram undir nafni. Stafsmaðurinn sagði: „Félagið talar um að starfsfólk sé eins og fjölskylda, en mér líður ekki eins og fjölskyldumeðlimi."

Starfsmaðurinn tekur í sama streng og Winter. Hann skilur ekki hvers vegna ríkt félag eins og Liverpool skuli nota þetta úrræði.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner