Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 04. apríl 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól: Best að segja sem minnst
Icelandair
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samdi við Nurnberg í janúar.
Samdi við Nurnberg í janúar.
Mynd: Nurnberg
„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og eru búnar að taka góð skref í síðustu leikjum og með afar sterkan framherja sem er einn besti leikmaður í heimi. Það er það sem við vitum og við þurfum að spila okkar besta leik til að ná í þrjú stig," sagði Selma Sól Magnúsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Selma og liðsfélagar hennar í landsliðinu undirbúa sig núna fyrir leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks klukkan 16:45 á morgun.

„Við þurfum að byggja ofan á það sem við erum búnar að gera í síðustu leikjum og taka ennþá fleiri skref fram á við. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum góðar í."

Selma er ein af fjölmörgum leikmönnum í hópnum sem eru með tengingu við Breiðablik. Hún kannast því ansi vel við sig á Kópavogsvelli. „Það er voða gott að vera á Kópavogsvelli."

Spáin fyrir leikinn er ekki sérstök en Selma segist pæla voða lítið í henni. „Maður vaknar bara og fer út, við getum lítið stjórnað því."

„Það er gaman að fá keppnisleiki og klárlega gaman að bera sig saman við þjóðir sem eru á sama kaliberi."

Selma kemur inn í leikinn í góðu standi, hún er að spila alla leiki með þýska liðinu Nürnberg. Liðið vann síðasta leik og er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

„Það gengur bara fínt, búið að vera upp og niður en við tókum þrjú stig í síðasta leik sem er jákvætt. Við eigum séns á því að halda okkur uppi, það eru fimm leikir eftir og við gerum allt sem við getum til að halda okkur uppi. Það er klárlega möguleiki."

Veltur þín framtíð á því hvort liðið heldur sér uppi?

„Já og nei," sagði Selma. „Held það sé best að segja sem minnst akkúrat núna," sagði hún svo þegar hún var spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem hún myndi vilja gera næst á ferlinum.
Athugasemdir
banner