Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 04. apríl 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól: Best að segja sem minnst
Icelandair
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samdi við Nurnberg í janúar.
Samdi við Nurnberg í janúar.
Mynd: Nurnberg
„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og eru búnar að taka góð skref í síðustu leikjum og með afar sterkan framherja sem er einn besti leikmaður í heimi. Það er það sem við vitum og við þurfum að spila okkar besta leik til að ná í þrjú stig," sagði Selma Sól Magnúsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Selma og liðsfélagar hennar í landsliðinu undirbúa sig núna fyrir leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks klukkan 16:45 á morgun.

„Við þurfum að byggja ofan á það sem við erum búnar að gera í síðustu leikjum og taka ennþá fleiri skref fram á við. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum góðar í."

Selma er ein af fjölmörgum leikmönnum í hópnum sem eru með tengingu við Breiðablik. Hún kannast því ansi vel við sig á Kópavogsvelli. „Það er voða gott að vera á Kópavogsvelli."

Spáin fyrir leikinn er ekki sérstök en Selma segist pæla voða lítið í henni. „Maður vaknar bara og fer út, við getum lítið stjórnað því."

„Það er gaman að fá keppnisleiki og klárlega gaman að bera sig saman við þjóðir sem eru á sama kaliberi."

Selma kemur inn í leikinn í góðu standi, hún er að spila alla leiki með þýska liðinu Nürnberg. Liðið vann síðasta leik og er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

„Það gengur bara fínt, búið að vera upp og niður en við tókum þrjú stig í síðasta leik sem er jákvætt. Við eigum séns á því að halda okkur uppi, það eru fimm leikir eftir og við gerum allt sem við getum til að halda okkur uppi. Það er klárlega möguleiki."

Veltur þín framtíð á því hvort liðið heldur sér uppi?

„Já og nei," sagði Selma. „Held það sé best að segja sem minnst akkúrat núna," sagði hún svo þegar hún var spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem hún myndi vilja gera næst á ferlinum.
Athugasemdir
banner