Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 04. apríl 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól: Best að segja sem minnst
Icelandair
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samdi við Nurnberg í janúar.
Samdi við Nurnberg í janúar.
Mynd: Nurnberg
„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og eru búnar að taka góð skref í síðustu leikjum og með afar sterkan framherja sem er einn besti leikmaður í heimi. Það er það sem við vitum og við þurfum að spila okkar besta leik til að ná í þrjú stig," sagði Selma Sól Magnúsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Selma og liðsfélagar hennar í landsliðinu undirbúa sig núna fyrir leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks klukkan 16:45 á morgun.

„Við þurfum að byggja ofan á það sem við erum búnar að gera í síðustu leikjum og taka ennþá fleiri skref fram á við. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum góðar í."

Selma er ein af fjölmörgum leikmönnum í hópnum sem eru með tengingu við Breiðablik. Hún kannast því ansi vel við sig á Kópavogsvelli. „Það er voða gott að vera á Kópavogsvelli."

Spáin fyrir leikinn er ekki sérstök en Selma segist pæla voða lítið í henni. „Maður vaknar bara og fer út, við getum lítið stjórnað því."

„Það er gaman að fá keppnisleiki og klárlega gaman að bera sig saman við þjóðir sem eru á sama kaliberi."

Selma kemur inn í leikinn í góðu standi, hún er að spila alla leiki með þýska liðinu Nürnberg. Liðið vann síðasta leik og er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

„Það gengur bara fínt, búið að vera upp og niður en við tókum þrjú stig í síðasta leik sem er jákvætt. Við eigum séns á því að halda okkur uppi, það eru fimm leikir eftir og við gerum allt sem við getum til að halda okkur uppi. Það er klárlega möguleiki."

Veltur þín framtíð á því hvort liðið heldur sér uppi?

„Já og nei," sagði Selma. „Held það sé best að segja sem minnst akkúrat núna," sagði hún svo þegar hún var spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem hún myndi vilja gera næst á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner