Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fim 04. apríl 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól: Best að segja sem minnst
Icelandair
watermark Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Samdi við Nurnberg í janúar.
Samdi við Nurnberg í janúar.
Mynd: Nurnberg
„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og eru búnar að taka góð skref í síðustu leikjum og með afar sterkan framherja sem er einn besti leikmaður í heimi. Það er það sem við vitum og við þurfum að spila okkar besta leik til að ná í þrjú stig," sagði Selma Sól Magnúsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Selma og liðsfélagar hennar í landsliðinu undirbúa sig núna fyrir leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks klukkan 16:45 á morgun.

„Við þurfum að byggja ofan á það sem við erum búnar að gera í síðustu leikjum og taka ennþá fleiri skref fram á við. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum góðar í."

Selma er ein af fjölmörgum leikmönnum í hópnum sem eru með tengingu við Breiðablik. Hún kannast því ansi vel við sig á Kópavogsvelli. „Það er voða gott að vera á Kópavogsvelli."

Spáin fyrir leikinn er ekki sérstök en Selma segist pæla voða lítið í henni. „Maður vaknar bara og fer út, við getum lítið stjórnað því."

„Það er gaman að fá keppnisleiki og klárlega gaman að bera sig saman við þjóðir sem eru á sama kaliberi."

Selma kemur inn í leikinn í góðu standi, hún er að spila alla leiki með þýska liðinu Nürnberg. Liðið vann síðasta leik og er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

„Það gengur bara fínt, búið að vera upp og niður en við tókum þrjú stig í síðasta leik sem er jákvætt. Við eigum séns á því að halda okkur uppi, það eru fimm leikir eftir og við gerum allt sem við getum til að halda okkur uppi. Það er klárlega möguleiki."

Veltur þín framtíð á því hvort liðið heldur sér uppi?

„Já og nei," sagði Selma. „Held það sé best að segja sem minnst akkúrat núna," sagði hún svo þegar hún var spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem hún myndi vilja gera næst á ferlinum.
Athugasemdir