Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 04. apríl 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól: Best að segja sem minnst
Icelandair
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samdi við Nurnberg í janúar.
Samdi við Nurnberg í janúar.
Mynd: Nurnberg
„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og eru búnar að taka góð skref í síðustu leikjum og með afar sterkan framherja sem er einn besti leikmaður í heimi. Það er það sem við vitum og við þurfum að spila okkar besta leik til að ná í þrjú stig," sagði Selma Sól Magnúsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Selma og liðsfélagar hennar í landsliðinu undirbúa sig núna fyrir leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks klukkan 16:45 á morgun.

„Við þurfum að byggja ofan á það sem við erum búnar að gera í síðustu leikjum og taka ennþá fleiri skref fram á við. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum góðar í."

Selma er ein af fjölmörgum leikmönnum í hópnum sem eru með tengingu við Breiðablik. Hún kannast því ansi vel við sig á Kópavogsvelli. „Það er voða gott að vera á Kópavogsvelli."

Spáin fyrir leikinn er ekki sérstök en Selma segist pæla voða lítið í henni. „Maður vaknar bara og fer út, við getum lítið stjórnað því."

„Það er gaman að fá keppnisleiki og klárlega gaman að bera sig saman við þjóðir sem eru á sama kaliberi."

Selma kemur inn í leikinn í góðu standi, hún er að spila alla leiki með þýska liðinu Nürnberg. Liðið vann síðasta leik og er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

„Það gengur bara fínt, búið að vera upp og niður en við tókum þrjú stig í síðasta leik sem er jákvætt. Við eigum séns á því að halda okkur uppi, það eru fimm leikir eftir og við gerum allt sem við getum til að halda okkur uppi. Það er klárlega möguleiki."

Veltur þín framtíð á því hvort liðið heldur sér uppi?

„Já og nei," sagði Selma. „Held það sé best að segja sem minnst akkúrat núna," sagði hún svo þegar hún var spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem hún myndi vilja gera næst á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner