Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fös 04. apríl 2025 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, maður er kannski svekktur með úrslitin en mér fannst frammistaðan góð og jákvæð," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir markalaust jafntefli gegn Noregi í dag.

„Auðvitað hefðum við viljað þrjú stig og hefðum viljað skora. Ég er sáttur við frammistöðuna að mörgu leyti."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Noregur

„Mér fannst leikurinn spilast eins og við bjuggumst við að mörgu leyti. Mér fannst við ná að takast á við þær vel. Þær fengu kannski sín bestu færi eftir mistök hjá okkur. Það kom kafli í seinni þar sem þær lágu aðeins á okkur. Svo unnum við okkur hægt og rólega úr því. Mér fannst leikmenn klárir í þetta. Jákvæð frammistaða," sagði Þorsteinn.

Steini fékk gult spjald í leiknum og hann var spurður út í það. „Mér fannst þetta vera víti. Hef reyndar ekki séð það aftur. Þannig er það bara. Ég hef reyndar ekki fengið gult spjald sem landsliðsþjálfari áður. Mér fannst þetta vera víti og sagði eitthvað smá. Ég var ekki dónalegur sko."

Það kom upp áhugavert atvik í leiknum þar sem markvörður Noregs fór niður og fékk aðstoð sjúkraþjálfara. Má í raun áætla að það hafi verið taktískt hlé hjá Norðmönnum.

„Það er bara orðið partur af þessu í dag. Menn nota þetta og gera þetta. Það sýndi það hvernig þær litu á leikinn og hvað var að gerast í leiknum. Þær voru í basli og vildu reyna að leysa einhverja hluti sem þær voru í vandræðum með. Mér fannst þær vera að gera þetta af því þær sáu að þær voru í vandræðum," sagði Steini.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræðir meðal annars um frammistöðu leikmanna.


Athugasemdir
banner