Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 04. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Darmian: Pogba er annt um Man Utd
Matteo Darmian
Matteo Darmian
Mynd: Getty Images
Matteo Darmian, fyrrum bakvörður Manchester United á Englandi, ræðir Paul Pogba í löngu viðtali við Guardian en hann segir að franska landsliðsmanninum sé afar annt um félagið.

Darmian samdi við United árið 2015 og spilaði 92 leiki fyrir félagið áður en hann gekk til liðs við Parma á síðasta ári.

Hann talaði um Pogba í viðtali við Guardian en hann skilur ekkert í neikvæðu gagnrýninni sem leikmaðurinn fær. Pogba er annt um að gera vel fyrir félagið.

„Paul er vinur minn og samband okkar er frábært. Við erum að tala um alvöru meistara hér og frábæran fótboltamann en þeir geta líka átt erfiða kafla á ferlinum eins og aðrir," sagði Darmian.

„Aðalvandamálið með Pogba er verðmiðinn sem Man Utd borgaði og fólk dæmir hann svolítið eftir því. Gagnrýnin hefur verið mjög ósanngjörn eins og með það að hann leggur ekki nóg hart að sér. Hann gefur alltaf allt í verkefnin og á öllum æfingum."

„Frammistaða hans síðustu ár hefur verið mjög góð en samt fær hann bara neikvæða gagnrýni. Ég sá aldrei á honum að hann var óánægður eða að hann vildi fara. Paul var alltaf ánægður með þá ákvörðun að fara aftur til United. Honum er annt um það að gera góða hluti fyrir félagið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner