þri 04. maí 2021 11:28
Ívan Guðjón Baldursson
Mengu í Fjarðabyggð eftir tvo leiki með Dalvík (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Sergi Mengual Monzonis, eða Mengu, gerði eins árs samning við Dalvík/Reyni í lok mars. Hann spilaði tvo bikarleiki með félaginu en er nú búinn að skipta yfir til Fjarðabyggðar tveimur vikum síðar.

Hann þótti afburðagóður í bikarleikjunum og vakti athygli frá Fjarðabyggð sem nældi sér í hann. Mengu kom til Dalvíkur frá Torrent CF í 3. deildinni á Spáni og er strax farinn upp um deild.

Mengu er 25 ára gamall og var ekki kominn til landsins í fyrra þegar Dalvík/Reynir féll úr 2. deildinni. Dalvíkingar leika því í 3. deild í sumar en Fjarðabyggð er í 2. deild.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig Mengu gengur í 2. deildinni og hvort hann fái möguleika á að komast hærra upp íslenska deildakerfið.

FJarðabyggð fékk 24 stig úr 20 leikjum í fyrra og endaði átta stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner