De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   sun 04. júní 2023 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framtíð Fred hjá Man Utd í óvissu - „Verð að ræða við Ten Hag"
Mynd: Getty Images

Fred miðjumaður Manchester United hefur verið orðaður í burt frá félaginu að undanförnu en talið er að Fulham hafi augastað á leikmanninum.


Fred gekk til liðs við Manchester United árið 2018 frá Shakhtar Donetsk og hefur leikið 213 leiki fyrir félagið.

Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann ætlar að skoða sín mál í sumar.

„Ég veit það ekki enn þá, ég verð að ræða við fjölskylduna. Ég á enn ár eftir af samningnum. Nú er frí og gott tækifæri til að hvíla sig. Ég mun spjalla við starfsfólkið mitt og félagið og sjá hvaða ákvörðun þau taka," sagði Fred.

„Ég verð líka að ræða við Ten Hag, hann er stjórinn og það verða allir að vera hluti af þessu samtali. Við verðum að sjá hvernig næsta tímabil fer. Ég við vera mikilvægur, ég vil hjálpa liðinu svo við sjáum til. Ég hef alltaf verið ánægður, og er enn, hjá Manchester United."


Athugasemdir
banner
banner
banner