Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   sun 04. júní 2023 15:28
Ívan Guðjón Baldursson
Mount hló að spurningu um Man Utd
Mynd: EPA

Mason Mount er staddur á Spáni í dag þar sem hann fylgist með formúlukappakstrinum ásamt liðsfélögum sínum Ben Chilwell og Reece James.


Formúlusérfræðingurinn og fyrrum ökuþórinn Martin Brundle er einnig staddur á Spáni. Hann er þar í starfi sínu sem fréttamaður og rakst á þessa þrjá landsliðsmenn Englands á sólríkum sunnudegi.

Brundle stóðst ekki mátið og ákvað að spyrja leikmennina út í framtíðina hjá Mount sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Chilwell og James sögðust báðir vonast til að halda Mount hjá félaginu og að það yrði gríðarlega vont fyrir liðið að missa hann úr herbúðum sínum.

Eftir samtal við Chilwell færði Brundle sig yfir til Mount og spurði hann út í orðróminn sem segir hann vera á leið til Manchester United, en Mount gat ekki gefið honum skýrt svar.

Brundle gekk að Mount og sagði brosandi: „Mason, hann (Ben Chilwell) sagði að þú værir á leið til Manchester United,"

Mount fór að hlæja en neitaði að gefa skýrt svar. „Ég er bara hérna til að fylgjast með kappakstrinum. Þetta er frábær dagur, ég get ekki beðið."

Stuðningsmenn Man Utd líta á þetta sem vísbendingu um að Mount sé á leið til félagsins. Þeir telja að leikmaðurinn hefði svarað neitandi ef ekkert væri til í þessum sögusögnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner