Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hverjar færu með á eyðieyjuna? - Myndi éta orm vafinn í laufblað
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir EM
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísa Viðarsdóttir.
Elísa Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur er nefnd til sögunnar.
Gunnhildur er nefnd til sögunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það styttist í Evrópumótið þar sem íslenska landsliðið verður í eldlínunni. Við fengum nokkra vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast landsliðinu okkar.

Við höldum áfram að birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Núna er spurningin: Hvaða þrjá leikmenn í íslenska liðinu myndir þú taka með þér á eyðieyju?

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss
Sveindís, Sif og Cecilía Rán. Ég tæki Sveindísi og Cecilíu til að halda uppi stemmingunni með tiktok dönsum og söngatriðum sem eru þeirra leyndu hæfileikar. Svo tæki ég Sif einfaldlega af því hún er dásamleg og svo er hún svo úrræðagóð að hún kæmi okkur heim af eyjunni þegar við værum komnar með nóg af vitleysunni í Sveindísi og Cessu.

Eiður Ben Eiríksson, þjálfari
Þessi er auðveld, markmiðið væri auðvitað að komast af eyjunni myndi ég halda og til þess þurfum við að passa jafnvægið í hópnum. Ég væri skipulagða týpan sem myndi passa að allir væru að fara eftir planinu. Elísa kæmi sterk inn sem týpan sem væri endalaust að minna hópinn á að við þyrftum að koma okkur af eyjunni og ekki skemmir að hún kann mikið af góðum mataruppskriftum. Sif passar jafnvægið í hópnum, heldur öllum góðum og leysir úr vandamálum þegar þau koma upp. Karólína væri síðan þessi skapandi týpa sem kæmi með nýjar hugmyndir allan daginn.

Eva Björk Ben, RÚV
Úff, ég held að þær séu allar rosalega skemmtilegar en ég myndi velja Ingibjörgu Sigurðar, Sif Atla og Karólínu Leu. Myndi samt líklega vera í góðum málum sama hverjar kæmu með mér.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður
Hallberu því hún er mögulega fyndnasta manneskja sem ég þekki, hún myndi halda stand-up á kvöldin. Gunný því hún myndi sjá um að öllum liði vel og er bara alltaf með allt á hreinu og Dagný sem myndi sjá til þess að það yrði aldrei þögn, hún talar og talar og talar - engum leiðist.

Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari
Það þarf að huga að mörgu ef maður er staddur á eyðieyju. Ég tæki allan daginn Sif með mér. Þekki hana aðeins og hún virkar ótrúlega skynsöm og skipulögð og bara góð manneskja þannig að hún kæmi alltaf með. Það þarf líka að vera stuð á eyjunni og þá held ég að frænka mín Hallbera gæti létt okkur lundina en hún er er hress og skemmtileg og alltaf til í einhver prakkarastrik. Að lokum kæmi Gunnhildur Yrsa með því það þarf bardagamann sem ræður við allt og gæti varið okkur fyrir ýmsum hættum. Held að þetta yrði glæsileg þrenna.

Ingunn Haraldsdóttir, KR
Ég myndi taka Svövu Rós með mér því hún hefur varla sést á Íslandi síðustu 15 ár eða svo og tími til kominn að kryfja ýmis mál. Hin útsjónarsama Elín fengi að koma með, eflaust nösk í að veiða sér til matar og svo hef ég heyrt að hún kunni að kveikja eld með hugarorkunni einni saman. Síðast held ég að ég yrði að taka Cecilíu, hef ekki lesið um annað síðustu daga en hve fyndin hún sé, yrði flott að hafa eitt stykki uppistandara með. Var að hugsa um að taka Guðrúnu með en vil alls ekki eyðileggja flugið sem hún er komin á.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
*

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Ég þarf að hugsa þetta á hagnýtan hátt. Elín Metta myndi koma með því hún er með bakgrunn í læknisfræði, Elísa er með mikla matreiðsluhæfileika og getur búið til eitthvað úr engu og ég myndi líka taka Telmu með. Telma getur verið verndarinn okkar og náð í ávextina úr trjánum. Ég þjálfaði hana 15/16 fyrir austan og þú vilt ekki abbast upp á hana.

Orri Rafn Sigurðarson, fréttamaður
Elísa Viðars er auto fyrst á blað. Næringarfræðingurinn með matarbókina myndi geta skapað alvöru rétti úr engu. Myndi éta orm vafinn í laufblað ef hún myndi segja mér að það væri hollt. Sandra Sig væri líka mikilvæg með sína sjúkraþjálfara reynslu þar sem maður yrði aumur í skrokknum eftir nokkra daga á eyðieyju. Held að Hallbera sé líka rosaleg með hamarinn komandi af Skaganum og gæti byggt kofa og önnur nauðsynleg tæki og tól. Skemmir ekki að hún er með létt klikkaðan húmor og virkar alltaf hress. Ég er að leita í reynsluna þarna, þar sem ég myndi ekki lifa einn dag af með mína eldamennsku, byggingar og sjúkraþjálfunar hæfileika sem eru af skornum skammti. Treysti á hinar þrjár.

Sandra María Jessen, Þór/KA
Ég myndi allan daginn taka einhverjar með sem maður getur haft endalaust gaman með og því tæki ég Sessu og Sveindísi. Ekki annað hægt en að hlæja og hafa gaman með þeim. Síðan þarf smá heila á bak við það sem þarf að gera og passa upp á og því myndi ég taka Sif Atla með okkur.

Sjá einnig:
Hvaða þrír leikmenn eru mikilvægastir í okkar liði?
Hver er líklegust til að svindla í spilum?
Hefur þú trú á Steina sem landsliðsþjálfara?

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner