Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel mikill aðdáandi Ronaldo - Langsótt að fá Neymar
Mynd: EPA
Neymar og Cristiano Ronaldo til Chelsea?
Neymar og Cristiano Ronaldo til Chelsea?
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er með veskið á lofti og ætlar að styrkja hópinn hressilega í sumar en tveir af bestu leikmönnum heims, þeir Cristiano Ronaldo og Neymar, hafa verið orðaðir við félagið síðustu daga.

Todd Boehly keypti Chelsea af Roman Abramovich í síðasta mánuði og hefur lofað því að styrkja hópinn fyrir tímabilið.

Metnaður hans er mikill og lýsir það sér best í því að hann er í dag starfandi yfirmaður íþróttamála hjá félaginu og sér alfarið um leikmannamálin.

Chelsea er í viðræðum við Manchester City um kaup á Raheem Sterling en tvö önnur nöfn hafa komið mikið fyrir í blöðunum síðustu daga; þeir Cristiano Ronaldo og Neymar.

Ronaldo hefur beðið Manchester United um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig en hann vill ólmur spila í Meistaradeildinni. Hann skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en það var ekki nóg til að fleyta liðinu inn í keppnina.

Chelsea er eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á Ronaldo og er Tuchel sagður mikill aðdáandi leikmannsins, en hvort hann passi inn í dýnamíkina er annað mál. Romelu Lukaku átti í erfiðleikum með að aðlagast leikskipulagi Tuchel og gæti sama vandamál komið upp með Ronaldo.

Neymar er svo önnur ofurstjarna sem Tuchel er hrifinn af en hann átti í góðu sambandi við Tuchel er hann þjálfaði leikmanninn hjá Paris Saint-Germain.

Brasilíumaðurinn fékk sjálfvirka framlengingu á samningi sínum við félagið á dögunum og er hann því samningsbundinn til 2027, en hann gæti samt hugsað sér til hreyfings.

Chelsea og Manchester City hafa augu á Neymar en samkvæmt Sky Sports er það talið langsótt að hann endi hjá Chelsea í lok gluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner