Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. júlí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Verðum að sýna að það er engin tilviljun að við séum að ná árangri"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Kaliuzhnyi er farinn frá Keflavík
Ivan Kaliuzhnyi er farinn frá Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Joey Gibbs er farinn til Ástralíu
Joey Gibbs er farinn til Ástralíu
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að nú sé tímapunkturinn fyrir menn til að stíga upp og sanna sig í liðinu en Keflavík er búið að missa tvo lykilmenn.

Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi kom til Keflavíkur á láni frá Oleksandriya þegar Íslandsmótið var ný hafið.

Lánssamningurinn var gerður til 5. júlí en Oleksandriya hafði ekki áhuga á að framlengja þann samning þar sem félagið ætlar að selja hann.

Joey Gibbs er þá á leið til Ástralíu þar sem eiginkona hans á von á barni og verður hann ekkert með í júlí. Sigurður Ragnar segir þetta tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp.

„Veit það ekki. Við verðum að sjá til og við erum að fara yfir þau mál þessa dagana en það er tækifæri fyrir þá sem hafa verið að bíða eftir sínum séns í sumar að stíga upp."

„Ivan var ekki með í dag og við tókum samt Fram 3-1. Það kemur maður í manns stað og það er þannig með Joey líka og sýna að það er ekki tilviljun að við séum að ná árangri,"
sagði SIgurður Ragnar.

Oleksandriya verðmetur Ivan á milljón dollara og kom Sigurður inn á það í viðtalinu.

„Áttu nokkuð milljón dollara? Þá getum við farið að ræða saman."

Keflavík í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra

Sverrir Örn Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net, benti á áhugaverða tölfræði í viðtalinu, en Keflavík er með jafnmörg stig, jafnmarga, sigra og jafnmörg töp og á sama tímapunkti á síðasta ári. Sigurður sér þó bætingu en liðið situr nú í 7. sæti með 14 stig, fjórum stigum meira en Fram eftir 3-1 sigurinn í gær.

„Þetta hefur þróast mjög svipað og í fyrra, enda er mótið raðað upp svipað og í fyrra þar sem við áttum erfiða byrjun og svoleiðis var það líka í ár. Við erum búnir með fjögur af sex efstu liðunum á útivelli og mótið spilaðist öðruvísi í fyrra, það var jafnara, en samt finnst mér deildin sterkari í heild sinni sterkara núna heldur en í fyrra."

„Það er allt annar bragur á liðinu okkar. Það voru leikir í fyrra þar sem við áttum ekki séns en núna erum við inni í öllum leikjum, fyrir utan þessa tvo fyrsti gegn Blikum og Víkingum."

„Við erum árinu eldri og reynslumeiri. Við verðum að halda rétt á spöðunum eða spilunum eða hvað þú vilt kalla það í næstu leikjum, því þetta er langt mót,"
sagði hann í lokin.
Siggi Raggi: Áttu nokkuð milljón dollara?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner