Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 04. júlí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Young framlengdi við Villa í eitt ár í viðbót (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Aston Villa hefur tilkynnt að Ashley Young sé búinn að gera nýjan eins árs samning við félagið.

Þessi 36 ára fyrrum leikmaður Manchester United og Inter er nú bundinn Villa til sumarsins 2023.

Young lék 25 leiki fyrir Villa á síðasta tímabili en hann er með 39 landsleiki fyrir England á ferilskrá sinni.

Hann getur bæði spilað sem bakvörður og á vængnum.


Athugasemdir