Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. ágúst 2020 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Amanda Andradóttir semur við Nordsjælland (Staðfest)
Amanda Jacobsen Andradóttir í leik með U17 ára landsliði kvenna
Amanda Jacobsen Andradóttir í leik með U17 ára landsliði kvenna
Mynd: Getty Images
Unglingalandsliðskonan Amanda Andradóttir samdi í dag við danska féalgið Nordsjælland en hún kemur frá Fortuna Hjörring. Þetta kemur fram á heimasíðu Nordsjælland.

Amanda, sem er fædd árið 2003, flutti til Danmerkur á síðasta ári eftir að hafa spilað með yngri flokkum Vals.

Þá var hún einnig partur af U16 og U17 ára landsliði kvenna en hún samdi þá við danska meistaraliðið Fortuna Hjörring.

Nú er hún gengin í raðir Nordsjælland sem er eitt besta liðið í Danmörku en liðið hafnaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Ég er bæði stolt og ánægð yfir því að semja við Nordsjælland. Ég ákvað að fara til Nordsjælland því félagið er með mikinn metnað eins og ég. Aðstaðan hér er góð og mun hjálpa mér að þróa leik minn. Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn," sagði Amanda við heimasíðu Nordsjælland.

„Ég vona að ég geti hjálpað félaginu að ná markmiði að komast í Meistaradeild Evrópu og vinna titilinn í Danmörku."

„Ég hef verið hérna í einhvern tíma og allir hafa tekið vel á móti mér. Mér líður vel og get ekki beðið eftir að byrja tímabili,"
sagði Amanda en fyrsti leikur tímabilsins er gegn AGF á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner