Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 04. ágúst 2020 10:32
Magnús Már Einarsson
Chelsea tilbúið að selja tíu leikmenn í sumar
Frank Lampard, stjóri Chelsea, ætlar að taka til í leikmannahópi sínum í sumar og Sky Sports segir að hann sé tilbúinn að hlusta á tilboð í tíu leikmenn í hópnum.

Þar á meðal eru markvörðurinn, Kepa Arrizabalaga, miðjumaðurinn Jorginho og varnarmennirnir Antonio Rudiger, Kurt Zouma og Andreas Christiansen.

Chelsea hefur nú þegar bætt Timo Werner og Hakim Ziyech við sóknarlínuna.

Líklegt er að Lampard styrki einnig vörnina og markvörsluna í sumar.

Aðrir leikmenn sem mega fara eru Emerson, Victor Moses, Tiemoue Bakayoko, Danny Drinkwater og Michy Batshuayi en þeir hafa allir verið í litlu hlutverki hjá Chelsea undanfarið.
Athugasemdir
banner