Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. ágúst 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Úrvalsdeildarsæti í boði á Wembley
Said Benrahma og félagar í Brentford geta náð merkum áfanga í kvöld
Said Benrahma og félagar í Brentford geta náð merkum áfanga í kvöld
Mynd: Getty Images
Brentford og Fulham spila hreinan úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðin eigast við á Wembley-leikvanginum í London klukkan 18:45.

Brentford hafnaði í 3. sæti ensku B-deildarinnar á tímabilinu en liðið misst af gullnu tækifæri í lokaumferðinni á að komast beint upp.

Liðið fór því í umspil gegn Swansea en liðið hafði þar betur í tveimur leijkum, 3-2. Fulham vann þá Cardiff í tveimur leikjum með sömu markatölu.

Það er því úrslitaleikur í kvöld um sæti í úrvalsdeildinni. Fulham féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári á meðan Brentford hefur aldrei spilað í úrvalsdeildinni frá því hún var sett á laggirnar.

Liðið var síðast í efstu deild árið 1947.

Leikir dagsins:
18:45 Brentford - Fulham
Athugasemdir
banner
banner