Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 04. september 2024 09:48
Elvar Geir Magnússon
Karl Friðleifur í bann - Ísak Snær ekki með í Kópavogsslagnum
Ísak Snær verður í banni í Kópavogsslagnum,
Ísak Snær verður í banni í Kópavogsslagnum,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinrik Harðarson tekur út bann.
Hinrik Harðarson tekur út bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í gær og ljóst hverjir verða í banni í næstu leikjum. Karl Friðleifur Gunnarsson varnarmaður Víkings hefur safnað fjórum áminningum og verður í banni í útileik gegn KR föstudaginn 13. september.

Um er að ræða frestaðan leik úr 20. umferð deildarinnar en Aron Elís Þrándarson verður ekki heldur með í þeim leik, þar sem hann fékk rautt spjald eins og frægt er í sigrinum dramatíska gegn Val.

Mikilvægur Kópavogsslagur
Breiðablik er á toppi deildarinnar, með þriggja stiga forystu á Víking sem á leik inni. Blikar leika heimaleik gegn HK sunnudaginn 15. september en þá hefst síðasta umferðin fyrir tvískiptingu. HK er í harðri fallbaráttu og um gríðarlega mikilvæga viðureign að ræða.

Ísak Snær Þorvaldsson, sem hefur leikið frábærlega fyrir Breiðablik að undanförnu, tekur út bann í þeim leik vegna uppsafnaðra áminninga. Arnór Gauti Jónsson verður sömuleiðis í leikbanni.

Hjá HK tekur Birkir Valur Jónsson út leikbann í Kópavogsslagnum.

Reynslumiklir Valsarar í banni
ÍA á heimaleik gegn KA í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu. Hinrik Harðarson, Hlynur Sævar Jónsson og þjálfarinn Jón Þór Hauksson verða í banni í þeim leik.

Aron Jóhannsson leikmaður Vals hefur fengið bann vegna uppsafnaðra áminninga og tekur það út gegn KR mánudaginn 16. september. Hólmar Örn Eyjólfsson verður einnig í banni þar, vegna rauða spjaldsins gegn Víkingi.

Þá verður Emil Ásmundsson í banni hjá Fylki þegar liðið fær Víking í heimsókn á sama tíma.

Lengjudeildin:
Næst síðasta umferð Lengjudeildarinnar verður spiluð um næstu helgi en toppbaráttan er galopin upp á gátt. ÍBV er á toppnum en fær Grindavík í heimsókn á laugardag. Jón Ingason, lykilmaður í vörn Eyjamanna, verður í banni í þeim leik.

Arnór Gauti Ragnarsson sóknarmaður Aftureldingar verður í banni þegar liðið heimsækir Fjölni en bæði lið eru í umspilssætum.

Þá verða Ísak Daði Ívarsson í Gróttu, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson í Keflavík og þeir Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen í Þór í banni í umferðinni.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
6.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner