France Football hefur opinberað listann yfir þá markverði sem tilnefndir eru til Yashin-verðlaunanna, en þau eru gefin þeim markverði sem hefur staðið sig best síðasta árið.
Árið 2019 ákvað France Football að bæta við verðlaunum í kringum Ballon d'Or-hátíðina og var þá kynntur til leiks Yashin-bikarinn, í höfuðuð á Lev Yashin, fyrsta og eina markvarðarins sem hefur hlotið Ballon d'Or-verðlaunin.
Alisson Becker var fyrstur til að hreppa verðlaunin árið 2019, en síðan hafa þeir Gianluigi Donnarumma, Thibaut Courtois og Emiliano Martínez hlotið þau.
Það vekur athygli að Alisson er ekki einn af þeim tíu sem tilnefndir eru til verðlaunanna í ár. Courtois er ekki heldur á listanum, en hann var frá meira og minna allt síðasta tímabil. Alisson glímdi einnig við meiðsli en tókst samt að spila 32 leiki í öllum keppnum.
Áhugaverðasta nafnið á listanum er hinn 32 ára gamli Ronwen Williams, sem er á mála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku, en þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður sem spilar í Afríku er tilnefndur.
Ronwen hélt hreinu í 15 af 22 deildarleikjum sínum með Sundowns á síðasta tímabili. Suður-Afríkumaðurinn hefur spilað 43 leiki fyrir þjóð sína, en hann hefur aldrei spilað atvinnumannafótbolta utan heimalandsins. Á yngri árum var hann á mála hjá Tottenham, en hélt aftur heim eftir stutta dvöl þar.
Sigurvegarinn verður opinberaður á sérstakri verðlaunahátið France Football þann 28. október næstkomandi.
Listinn:
Diogo Costa (Porto)
Gianluigi Donnarumma (PSG)
Yann Sommer (Inter)
Emiliano Martínez (Aston Villa)
Unai Simon (Athletic)
Andryi Lunin (Real Madrid)
Gregor Kobel (Borussia Dortmund)
Giorgi Mamardashvili (Valencia)
Mike Maignan (AC Milan)
Ronwen Williams (Mamelodi Sundowns)
Athugasemdir