Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 04. september 2024 10:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zubimendi tjáði sig um áhuga Liverpool
Martin Zubimendi.
Martin Zubimendi.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Martin Zubimendi segir að Real Sociedad sé líf sitt.

Zubimendi var sterklega orðaður við Liverpool í sumar og leit það þannig út á tímapunkti að hann myndi ganga í raðir enska stórliðsins.

Hann ákvað hins vegar á endanum að hafna Liverpool en Sociedad lagði mikið á sig að halda honum.

Zubimendi er núna mættur til móts við spænska landsliðið í fyrsta sinn eftir Evrópumeistaratitilinn í sumar en hann var spurður út í áhugann frá Liverpool.

Sagði hann þá einfaldlega: „Það var engin pressa frá neinum. Real Sociedad er líf mitt. Ég hef varið hálfri ævi minni þar. Real Sociedad er stór hluti af mér, það er líf mitt."

Zubimendi, sem er 25 ára, hefur leikið allan sinn feril með Real Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner