þri 04. október 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karl Ágúst æfir hjá Midtjylland
Lengjudeildin
Karl Ágúst í hæfileikamótun KSÍ síðasta vetur.
Karl Ágúst í hæfileikamótun KSÍ síðasta vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Ágúst Karlsson, unglingalandsliðsmaður og leikmaður HK, dvelur þessa dagana í Danmörku og æfir þar með FC Midtjylland.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Karl Ágúst er uppalinn HK-ingur sem fæddur er árið 2007. Hannlék sína fyrstu meistaraflokksleiki í sumar, alls níu deildarleiki og tvo bikarleiki. Þá varð hann Íslandmeistari með 3. flokki HK.

Karl á að baki fimm unglingalandsleiki, þrjá með U16 í vor og tvo með U17 í ágúst. Um helgina var hann valinn í æfingahóp fyrir næsta verkefni U17 landsliðsins.

Hjá Midtjylland er markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson og þá er Stjörnumaðurinn Daníel Freyr Kjartansson leikmaður unglingaliðs félagsins.

Karl er samningsbundinn HK út tímabilið 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner