Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 04. október 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel sagði strax nei við Leverkusen
Mynd: EPA
Thomas Tuchel var rekinn frá Chelsea í síðasta mánuði og er þegar farinn að fá tilboð um að taka að sér nýtt starf.

Það kom mörgum á óvart þegar Todd Boehly, eigandi Chelsea, rak Tuchel eftir aðeins sjö leiki á tímabilinu. Tuchel fékk stuðning á leikmannamarkaðnum en forráðamenn félagsins ákváðu að skipta um stjóra.

Tuchel lýsti því yfir á samfélagsmiðlum að hann væri niðurbrotinn yfir því að missa starfið hjá Chelsea. Hann hafi elskað lífið hjá félaginu.

Þýskir fjölmiðlar segja að Bayer Leverkusen hafi haft samband við Tuchel en staða stjórans Gerardo Seoane er undir mikilli pressu.

Tuchel var þó fljótur að segja nei, hann hefur ekki áhuga á því að taka að sér starfið.

Spurning hvort sá þýski vilji taka sér lengra frí eða hafi einfaldlega ekki áhuga á því að starfa hjá Leverkusen sem er sem stendur í næst neðsta sæti þýsku Bundesligunnar.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
15 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner