De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 04. október 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Stend við þá skoðun að rauða spjaldið var rangur dómur
Curtis Jones fékk rautt eftir VAR skoðun.
Curtis Jones fékk rautt eftir VAR skoðun.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Curtis Jones leikmaður Liverpool fékk rautt spjald í hinum umtalaða leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Liverpool áfrýjaði niðurstöðunni en tapaði því máli og Jones er á leið í þriggja leikja bann.

„Ég stend við þá skoðun mína að þetta átti ekki að vera rautt spjald. Dómarinn var kallaður að skjánum og í fyrstu var honum sýnd frosin mynd. Ef ég hefði dæmt frá þeirri mynd hefði ég samstundis gefið rautt spjald," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Svo fékk dómarinn að sjá hæga endursýningu á atvikinu og ég hefði gefið rautt ef ég hefði séð það þannig. En þegar horft er á þetta í rauntíma þá er þetta ekki rautt spjald."

„Við áfrýjuðum en fengum höfnun á þeim rökum að þetta væru ekki augljós mistök hjá dómaranum. Fyrsta ákvörðun dómarans var gult spjald. Mistökin voru þau að sýna honum frosna mynd og svo hæga endursýningu."

   04.10.2023 06:00
Curtis Jones fer í þriggja leikja bann

„Við missum Curtis í þrjá leiki og ofan á það fékk Diogo Jota tvö gul spjöld þrátt fyrir að hafa ekki snert andstæðing einu sinni. Það er fordæmalaust fullyrði ég."

Dómgæslan var í brennidepli í leiknum en umtalaðasta atvikið er mark Liverpool sem var dæmt ógilt. Jurgen Klopp segir að sín skoðun sé sú að réttast væri að endurspila leikinn. Tottenham vann en sigurmarkið kom seint í uppbótartíma.

   04.10.2023 12:35
Klopp vill að leikurinn verði endurspilaður

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner