Oliver Ntcham fagnaði sigurmarki seint í uppbótartíma á Ólympíuleikvanginum í Róm með 'Mussolini fagninu', sem fór fyrir brjóstið á hluta stuðningsmannahóps Lazio.
Það eru átta leikir á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem dauðariðillinn, F-riðill, er í fyrirrúmi.
Þar á Borussia Dortmund heimaleik við AC Milan á meðan Newcastle fær franska stórveldið PSG í heimsókn, en þar mætast félög undir eignarhaldi sem er beintengt við ríkisstjórn Sádí-Arabíu annars vegar og Katar hins vegar.
Veisla kvöldsins byrjar þó snemma þegar Atletico Madrid tekur á móti Feyenoord í E-riðli á sama tíma og Antwerp fær Shakhtar Donetsk í heimsókn frá Úkraínu í H-riðli.
Celtic og Lazio eigast einnig við í E-riðli, en þetta verður í annað sinn sem liðin eigast við í keppnisleik eftir að þau mættust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir fjórum árum. Þar hafði Celtic betur í báðum leikjunum sem vöktu heimsathygli vegna borða á fyrri leiknum í Skotlandi og harkalegra átaka stuðningsmanna í seinni leiknum á Ítalíu.
Ríkjandi meistarar Manchester City heimsækja RB Leipzig í spennandi toppslag í G-riðli, á meðan Rauða stjarnan spilar við Young Boys.
Að lokum fer Barcelona í heimsókn til Porto í H-riðli þar sem liðin mætast í toppslagnum.
Meistaradeild F-riðill
19:00 Dortmund - Milan
19:00 Newcastle - PSG
Meistaradeild E-riðill
16:45 Atletico Madrid - Feyenoord
19:00 Celtic - Lazio
Meistaradeild G-riðill
19:00 RB Leipzig - Man City
19:00 Rauða stjarnan - Young Boys
Meistaradeild H-riðill
16:45 Antwerp - Shakhtar Donetsk
19:00 Porto - Barcelona
Athugasemdir