Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 04. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Onana mun koma til baka
Mynd: EPA
André Onana átti slæman dag þegar Manchester United tapaði heimaleik gegn tyrkneska stórveldinu Galatasaray í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Hann virkaði óöruggur í leiknum og gerðist sekur um slæm mistök sem urðu til þess að Casemiro braut af sér innan vítateigs og fékk rautt spjald.

Sky Sports málaði Onana upp sem skúrkinn í tapinu í einkunnagjöf sinn, þar sem hann fékk aðeins 3 af 10 mögulegum fyrir sinn þátt í tapinu óvænta.

„Ég mun hvetja Onana, ég mun standa við bakið á honum. Hann er frábær markvörður og getur orðið einn af þeim bestu í heimi," sagði Ten Hag meðal annars eftir lokaflautið.

„Við höfum séð hvaða hæfileikum hann býr yfir og við þekkjum persónuleikann hans. Ég er viss um að hann muni koma til baka eftir þetta."

Man Utd er án stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

   03.10.2023 21:42
Einkunnir Man Utd og Arsenal: Onana þristaður - Höjlund bestur

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner