Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 14:31
Elvar Geir Magnússon
Hareide opinberar landsliðshópinn á miðvikudag
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannahópur íslenska landsliðsins fyrir komandi Þjóðadeildarleiki í nóvember verður birtur klukkan 13 á miðvikudag.

Age Hareide mun svo veita fjölmiðlum viðtöl á föstudaginn og ræða um valið.

Ísland mætir Svartfjallalandi í Podgorica laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales í Cardiff þriðjudaginn 19. nóvember.

Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi mun Ísland vera í æfingabúðum á Spáni.

Ísland er í þriðja sæti í riðlinum og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner