Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. desember 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Greenwood byrjar fremstur
Tammy Abraham búinn að jafna sig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir innan við klukkustund fara fimm leikir af stað í ensku úrvalsdeildinni. Sá stærsti er á Old Trafford, þar sem Jose Mourinho heimsækir sína fyrrum vinnuveitendur ári eftir brottreksturinn frá Manchester United.

Man Utd er í sögulegri lægð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær á meðan Tottenham er búið að vinna þrjá fyrstu leiki Mourinho við stjórnvölinn. Tottenham er tveimur stigum fyrir ofan Man Utd í efri hluta deildarinnar.

Solskjær gerir fjórar breytingar frá jafnteflinu gegn Aston Villa á Old Trafford um helgina. Ashley Young kemur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Brandon Williams og fer Scott McTominay á miðjuna í stað Andreas Pereira.

Jesse Lingard kemur þá inn fyrir Juan Mata og byrjar Mason Greenwood fremstur í stað Anthony Martial sem er meiddur.

Mourinho gerir aðeins eina breytingu frá sigrinum gegn Bournemouth. Lucas Moura kemur inn í liðið fyrir Tanguy Ndombele. Ndombele er á bekknum ásamt Giovani Lo Celso og Christian Eriksen.

Man Utd: De Gea, Wan Bissaka, Lindelof, Maguire, Young, McTominay, Fred, James, Lingard, Rashford, Greenwood
Varamenn: Romero, Tuanzebe, Shaw, Williams, Garner, Pereira, Mata.

Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Sanchez, Alderweireld, Vertonghen, Winks, Sissoko, Lucas, Alli, Son, Kane
Varamenn: Austin, Rose, Dier, Foyth, Ndombele, Eriksen, Lo Celso.



Chelsea tekur á móti Aston Villa og þurfa lærisveinar Frank Lampard að taka við sér eftir óvænt tap um helgina, á heimavelli gegn West Ham.

Lampard gerir 5 breytingar á liðinu sem tapaði. Tammy Abraham missti af helginni vegna meiðsla og var tæpur fyrir leik kvöldsins gegn sínum gömlu liðsfélögum. Hann virðist þó vera búinn að ná sér og byrjar í fremstu víglínu í stað Olivier Giroud.

N'Golo Kante kemur þá inn fyrir Jorginho og Willian spilar í stað Pedro. Tvær breytingar eru í vörninni þar sem Fikayo Tomori og Emerson Palmieri detta á bekkinn. Andreas Christensen og Cesar Azpilicueta koma inn í staðinn.

Chelsea: Kepa, James, Zouma, Christensen, Azpilicueta, Kovacic, Kante, Mount, Willian, Abraham, Pulisic
Varamenn: Caballero, Tomori, Emerson, Jorginho, Hudson-Odoi, Batshuayi, Giroud

Aston Villa: Heaton, Elmohamady, Konsa, Mings, Targett, McGinn, Nakamba, Hourihane, Trezeguet, Grealish, Wesley M.
Varamenn:



Brendan Rodgers neyðist til að gera eina breytingu á sterku liði Leicester sem er á góðri siglingu og situr í öðru sæti deildarinnar sem stendur.

Ben Chilwell dettur úr hóp, líklegast vegna meiðsla eða veikinda, og fær Christian Fuchs að spreyta sig í vinstri bakverði.

Leicester tekur á móti stjóralausu botnliði Watford í kvöld.

Leicester: Schmeichel, Ricardo Pereira, Evans, Soyuncu, Fuchs, Ndidi, Perez, Tielemans, Maddison, Barnes, Vardy
Varamenn: Justin, Morgan, Albrighton, Ward, Iheanacho, Choudhury, Praet.

Watford: Foster, Femenia, Mariappa, Cathcart, Masina, Doucoure, Capoue, Hughes, Sarr, Deeney, Deulofeu.
Varamenn: Gomes, Chalobah, Gray, Quina, Success, Dele-Bashiru, Foulquier.



Wolves: Patricio, Dendoncker, Coady, Saiss, Doherty, Moutinho, Neves, Jonny, Traore, Jimenez, Diogo Jota
Varamenn: Ruddy, Bennett, Kilman, Ashley-Seal, Vinagre, Neto, Cutrone

West Ham: Martin, Fredericks, Balbuena, Ogbonna, Cresswell, Snodgrass, Noble, Rice, Fornals, Felipe Anderson, Haller.
Varamenn: Zabaleta, Yarmolenko, Roberto, Sanchez, Masuaku, Ajeti, Holland.



Southampton: McCarthy, Cedric, Stephens, Bednarek, Bertrand, Hojbjerg, Ward-Prowse, Djenepo, Redmond, Ings, Long
Varamenn: Gunn, Yoshida, Danso, Romeu, Boufal, Obafemi, Adams

Norwich: Krul, Aarons, Zimmermann, Godfrey, Byram, Trybull, Cantwell, Amadou, McLean, Hernandez, Pukki
Varamenn: Fahrmann, Vrancic, Lewis, Buendia, Stiepermann, Tettey, Srbeny
Athugasemdir
banner
banner