Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. desember 2020 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Hafði ekki mikil áhrif að Villas-Boas fékk rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Nimes 0 - 2 Marseille

Marseille vann 0-2 útisigur á Nimes í frönsku Ligue 1 í kvöld. Staðan var markalaus í leikhléi en á 40. mínútu leiksins fékk Andre Villas-Boas, stjóri Marseille, rauða spjaldið. Hann fékk það í kjölfar gula spjaldsins á Duje Caleta-Car á sömu mínútu.

Villas-Boas þurfti ekki að færa sig langt eftir rauða spjaldið því hann settist á handriðið fyrir framan fremstu sætaröðina. Beint fyrir aftan varamannabekk Marseille og ekki mikið mál að stýra liðinu þaðan. Hann fær þó væntanlega ekki að sitja þar í næsta deildarleik því allar líkur eru á því að hann fái bann vegna rauða spjaldsins.

Í seinni hálfleik skoruðu leikmenn Marseille mörkin tvö. Á 57. mínútu skoraði Dario Benedetto laglegt mark þegar hann lyfti boltanum framhjá markverði Nimes eftir stungusendingu. Á 84. mínútu innsiglaði svo Calere Germain sigur gestanna en á 77. mínútu höfðu heimamenn misst Andres Cubas af velli með rautt spjald.

Marseille er í öðru sæti deildarinnar með stigi minna en PSG og Marseille á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner