Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 04. desember 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jota skaut Al-Ittihad áfram - Dzeko með tvennu í dýrmætum sigri
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Asíu í dag þar sem lokaumferð riðlakeppninnar fór fram.

Al-Hilal og Al-Ittihad áttu heimaleiki þar og var Al-Hilal þegar búið að tryggja sér toppsætið í sínum riðli og gat því hvílt lykilmenn.

Michael og Salem Al-Dawsari skoruðu mörk Al-Hilal í leik þar sem Aleksandar Mitrovic og Sergej Milinkovic-Savic byrjuðu á bekknum en fengu að spreyta sig síðasta hálftímann. Kalidou Koulibaly var í byrjunarliðinu ásamt Michael og Yassine Bounou.

Luiz Felipe, Ahmed Hegazy og Fabinho voru þá í byrjunarliði Al-Ittihad ásamt kantmanninum Jota, sem gerði sigurmarkið í mikilvægum úrslitaleik gegn Sepahan frá Íran.

Jota skoraði sigurmarkið á 69. mínútu til að tryggja Al-Ittihad toppsæti riðilsins.

Þá skoraði Mateus Uribe í 2-2 jafntefli Al-Sadd við Nasaf Qarshi frá Úsbekístan, og er Al-Sadd frá Katar úr leik. Sigur hefði nægt til að tryggja toppsætið. Að sama skapi eru Miralem Pjanic og félagar í Al-Sharjah, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, úr leik eftir tap gegn Al-Faisaly frá Jórdaníu.

Að lokum var spilað í tyrkneska boltanum þar sem Edin Dzeko skoraði tvennu í góðum sigri Fenerbahce í toppbaráttunni.

Fenerbahce er búið að jafna Galatasaray á stigum á toppi deildarinnar, þar sem liðin eiga 37 stig eftir 14 umferðir og eru með ellefu stiga forystu á næstu lið.

Dusan Tadic gaf þrjár stoðsendingar í sigrinum, þar sem brasilíski miðjumaðurinn Fred var í byrjunarliðinu og kom Joshua King inn af bekknum á meðan Michy Batshuayi var ónotaður varamaður.

Clinton N'Jie, fyrrum leikmaður Tottenham, var meðal leikmanna í tapliði Sivasspor sem er í neðri hluta deildarinnar með 15 stig.

Al-Hilal 2 - 1 Nassaji Mazandaran
1-0 Michael ('4)
2-0 Salem Al-Dawsari ('54)
2-1 Ghaed Rahmati ('77)

Al-Ittihad 2 - 1 Sepahan
1-0 S. Al-Amri ('14)
1-1 R. Rezaeian ('48)
2-1 Jota ('69)

Fenerbahce 4 - 1 Sivasspor
1-0 Sebastian Szymanski ('
Athugasemdir
banner
banner
banner