Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 21:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fer frá Fram í FH
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mackenzie Smith er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir FH en hún hefur spilað með Fram undanfarin tvö tímabil.

Stjarnan hafði einnig áhuga á Mackenzie, hún var í stóru hlutverki sem fyrirliði í liði Óskars Smára Haraldssonar hjá Fram síðustu tvö tímabil og voru sögusagnir um að hún færi í Garðabæinn þar sem hann er orðinn þjálfari Stjörnunnar, en hún virðist á leið í Hafnarfjörðinn.

Mackenzie er bandarískur miðjumaður sem fædd er árið 2001. Hún kom til Fram eftir að hafa spilað í háskólaboltanum í heimalandinu.

Hún skoraði tvö mörk í Lengjudeildinni 2024 þegar Fram fór upp og tvö mörk í Bestu deildinni 2025 þegar nýliðarnir enduðu í 8. sæti.

FH endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur misst lykilmenn eins og Thelmu Karenu Pálmadóttur (Häcken) og Margréti Brynju Kristinsdóttur (Valur) frá því síðasta móti lauk. Þá voru þær Elísa Lana Sigurjónsdóttir (Kristianstad) og Arna Eiríksdóttir (Vålerenga) seldar erlendis seint í sumar.
Athugasemdir
banner