Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 05. febrúar 2023 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham sigraði gegn Man City
Mynd: EPA

Tottenham 1 - 0 Man City
1-0 Harry Kane ('15)
Rautt spjald: Cristian Romero, Tottenham ('87)


Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í enska boltanum og úr varð hörku viðureign.

Harry Kane tók forystuna fyrir heimamenn snemma leiks eftir varnarmistök hjá Man City. Pierre-Emile Höjbjerg komst þá fyrir slaka sendingu Rodri og gerði vel að halda haus og leggja upp fyrir Kane, sem skoraði 200. úrvalsdeildarmark ferilsins.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum þar sem gestirnir frá Manchester áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi gegn sterkum andstæðingum. Það voru heimamenn sem fengu betri færi til að bæta marki við en staðan var enn 1-0 á 87. mínútu þegar Cristian Romero var sendur snemma í sturtu með seinna gula spjaldið sitt fyrir að mæta alltof seint í tæklingu.

City sótti í sig veðrið síðustu mínútur leiksins en þær tilraunir báru ekki árangur og niðurstaðan 1-0 sigur Tottenham.

Þetta eru frábærar fregnir fyrir topplið Arsenal sem heldur fimm stiga forystu á toppi deildarinnar og er með leik til góða. City er áfram í öðru sæti og kemur Tottenham svo í fimmta sæti - sex stigum eftir City.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner