Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sigrar hjá Torino og Bologna fyrir stórleikinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Torino og Bologna unnu bæði leiki sína í ítölsku deildinni í dag og nálgast þar með baráttuna um Evrópusæti.


Torino vann 1-0 sigur á Udinese á meðan Bologna vann flottan útisigur í Flórens.

Yann Karamoh gerði eina mark leiksins í sigri Torino á meðan staðan var 1-1 í hálfleik í Flórens.

Riccardo Orsolini skoraði af vítapunktinum en Riccardo Saponara jafnaði eftir undirbúning frá Nico Gonzalez. 

Það var í upphafi seinni hálfleiks sem Stefan Posch tók forystuna á nýjan leik fyrir Bologna. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu og lögðu heimamenn allt púður í sóknarleikinn í kjölfarið en það bar ekki tilætlaðan árangur.

Lokatölur 1-2 og er Bologna, ásamt Torino, komið aðeins átta stigum frá baráttunni um Evrópusæti. Þar má finna lið á borð við Atalanta, AC Milan og Lazio.

Milan á leik í kvöld gegn nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter.

Torino 1 - 0 Udinese
1-0 Yann Karamoh ('49 )

Fiorentina 1 - 2 Bologna
0-1 Riccardo Orsolini ('14 , víti)
1-1 Riccardo Saponara ('19 )
1-2 Stefan Posch ('47 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner