Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. febrúar 2023 12:00
Aksentije Milisic
Nick Pope hélt hreinu í níu og hálfan tíma
Mynd: Getty Images

Newcastle United gerði 1-1 jafntefli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðin mættust fyrir norðan.


Newcastle hafði ekki fengið á sig mark í síðustu sex deildarleikjum sínum og var markvörður þeirra, Nick Pope, að elta met en hann gat orðið fyrsti enski markvörðurinn sem heldur hreinu í sjö úrvalsdeildarleikjum í röð.

Eftir um hálftíma leik í gær fékk Pope mark á sig þegar Paqueta jafnaði fyrir Hamranna en þetta var fyrsta markið sem hann fékk á sig í deildinni síðan í byrjun nóvember. Þá skoraði Romain Perraud á hann í 4-1 sigri Newcastle á Southampton.

Þessi þrítugi markvörður náði því 9 og hálfum klukkutíma í rammanum án þess að fá á sig mark. Liðið hélt hreinu gegn Chelsea, Leicester, Leeds, Arsenal, Fulham og Crystal Palace.

Þó að Pope hefði haldið hreinu í gær og náð því að bæta metið af ensku markvörðunum, þá var enn langt í úrvalsdeildarmetið.

Edwin van der Sar hélt hreinu í fjórtán leikjum í röð þegar Manchester United vann deildina tímabilið 2008/2009.


Athugasemdir
banner
banner