Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 05. maí 2021 11:45
Elvar Geir Magnússon
Lengjudeildin hefst á morgun - Hlustaðu á upphitunarþáttinn
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Hanna Símonardóttir
Lengjudeild karla fer af stað annað kvöld og fyrsta umferðin svo kláruð á dögunum tveimur þar á eftir.

Fótbolti.net hefur verið að hita upp fyrir deildina og opinberað spá fyrir sumarið. ÍBV er spáð sigri í deildinni og þá er talið að Fram muni fylgja liðinu upp.

Aðeins á eftir að birta umfjöllun um topplið ÍBV.

Spáin:
1. ÍBV, 237 stig
2. Fram, 211 stig
3. Fjölnir, 200 stig
4. Grindavík, 186 stig
5. Grótta, 160 stig
6. Vestri, 124 stig
7. Kórdrengir, 122 stig
8. Þór, 116 stig
9. Afturelding, 67 stig
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

FYRSTA UMFERÐIN

fimmtudagur 6. maí
19:15 Þróttur R.-Fjölnir (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Fram-Víkingur Ó. (Framvöllur)

föstudagur 7. maí
18:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
18:00 Grindavík-ÍBV (Grindavíkurvöllur)

laugardagur 8. maí
14:00 Afturelding-Kórdrengir (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Selfoss-Vestri (JÁVERK-völlurinn)

Hitað var upp fyrir deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag. Rafn Markús Vilbergsson var gestasérfræðingur þáttarins og fór yfir öll liðin tólf. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsforritum.
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin og opnunarleikurinn krufinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner